valdimar verdlaun_2011Valdimar Össurarson hlýtur hin virtu International Inventors´ Award árið 2011 fyrir uppfinngu sína; Valorka hverflana.  Verðlaunasamkeppni IFIA, Alþjóðasamtaka hugvitsmanna er að þessu sinni beint að uppfinningum á sviði endurnýjanlegrar orku, loftslags og umhverfisverndar.  Verðlaunin voru afhent á 125 ára afmælissýningu SUF sem haldin er í Stokkhólmi 4.-7.okt 2011.  Á meðfylgjandi mynd er Valdimar t.h. ásamt Agne Johansson, en stofnun hans gefur verðlaunaféð.  Agne er nú 87 ára og hefur lagt mikið að mörkum til hvatningar uppfinningamanna, bæði í Svíþjóð sem á alþjóðavísu en auð sinn á hann að þakka eigin uppfinningum og eljusemi.  Ýmsir hafa líkt honum við Alfred Nobel og verðlaununum við nóbelsverðlaunin á sviði uppfinninga.  Dómnefnd taldi Valorka hverfilinn vera raunhæfustu og framsæknustu hugmyndina að þessu sinni og kom fram við verðlaunaafhendinguna að með henni sé að öllum líkindum rudd braut á nýju sviði orkuöflunar.  Verðlaunaupphæðin er 300.000 sænskar krónur eða um 5,2 milljónir ísl.kr og mun koma sér vel í því mikla þróunarstarfi sem nú er framundan hjá Valorku ehf.

Valorka ehf kynnti starfsemi sína á sýningunni með plakötum og myndbandi, en Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna hafði 2 bása til ráðstöfunar.  5 aðrir íslenskir aðilar kynntu þar sín verkefni.  Töluverð aðsókn var á íslenska básinn, ekki síst eftir verðlaunaafhendinguna.  Í lok sýningarinnar hlaut hann 3. verðlaun fyrir góða kynningu, sem er allgóður árangur í hópi þeirra mörghundruð sýningaraðila sem þarna voru.  Þá hlaut Steinunn Ketilsdóttir bronsverðlaun fyrir sína nýsköpun. 

Valdimar og fyrirtæki hans þakka stuðningsaðilum sínum fyrir þeirra mikla þátt i verðlaununum.  Ekki síst fær Elinóra Sigurðardóttir þakkir, en hún hvatti eindregið til þátttöku og greiddi fyrir henni.  Þakkir fá ennfremur hinir fjölmörgu sem sent hafa heillaóskir og sýnt verkefninu áhuga eftir að verðlaunaveitingin varð kunn.

Winner of the International Inventors Award 2011.
Valdimar Össurarson has been granted the prestigious IIA 2011 awards for his invention, the valorka turbine. IFIA (International Federation of Inventors) grants this awards for the best invention in the chosen category. This year the category was "sustainable energy, climate and environment". The IIA 2011 awards were the collaboration of IFIA and SUF (the Swedish Inventors´ Association) and the prize sum, 450 000 SEK is funded by Agne Johansson Memorial Fund. Valdimar got the 1st prize; Rasmus Norling, Sweden, got the 2nd prize and Khaled Abdul Hamed, Egypt, got the 3rd. The Award ceremony took place during National Inventors' Day on 5 October at the Inventions for the Future trade fair at the Scandinavian Technical Fair. The SUF celebrated its 125th anniversary with a great exhibition where hundreds of inventors and innovators presented their ideas and products. Valdimar(to the right on the picture below) was presented the 1st awards by Agne Johansson (left); a document and award sum of 300 000 SEK. This prize is very important to the Valorka project. It underlines its importance and usefulness and it will pave the way for further development. The prize money will be used entirely for development, along with the support from the Icelandic funds; Taeknithounarsjodur and Orkusjodur. Valdimar Össurarson wishes to thank IFIA; SUF and Arne Johansson Memorial Fund for this award. Also thanks to the many supporters and collaborators of Valorka, but not least to Elinora Sigurdardottir who encouraged Valdimar to apply for the IIA awards. This award may contribute to a faster development for mankind towards a better environment and sustainable energy.

styrkur_os_2011Úthlutað hefur verið rannsóknarstyrkjum úr Orkusjóði fyrir árið 2011.  Samtals var úthlutað 27,4 milljónum króna til 15 aðila.  Hæsti styrkurinn kom í hlut Valorku ehf; 4,2 milljónir króna, til 2. þróunaráfanga Valorka hverfilsins.  Úthlutunin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu og afhentu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Mörður Árnason formaður Orkuráðs styrkþegum staðfestingarskjöl.

Styrkurinn kemur sér sérlega vel fyrir þróunarstarf Valorku á þessum tíma, en án hans hefði áður fenginn styrkur Tækniþróunarsjóðs ekki nýst sem skyldi.  Með þessum tveimur styrkveitingum sýna stjórnvöld framsýni og skilning varðandi mikilvæga grein nýsköpunar.  Hinsvegar skortir enn verulega á að sami skilningur sé sýndur við rannsóknarstarf á sviði sjávarfallaorku, eins og fram kemur hér annarsstaðar á vefsíðunni.

 

althingi_logoÁ Alþingi hefur nú verið lögð fram „Tillaga þingsályktunar um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi“ (þskj. 1168-657. mál)  Flutningsmenn eru 22, úr öllum flokkum á Alþingi, en fyrsti flutningsmaður er Skúli Helgason.  Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela iðnaðarráðherra að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands.  Jafnframt er ráðherra falið að byggja upp gagnagrunn um nýtingu sjávarorku; stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði og athuga með alþjóðlegt samstarf.

Tillagan markar tímamót í sögu orkumála á Íslandi, á fleiri en einn hátt.  Í fyrsta lagi er hér í fyrsta skipti mótuð stjórnvaldsstefna um rannsóknir á sviði sjávarorku; stærstu orkulinda landsins.  Í athugasemdum er vikið sérstaklega að því samstarfi sem Valorka átti frumkvæði að; Rannsóknamiðstöð sjávarorku, sem er samstarfsverkefni með Hafró, Verkís og e.t.v. fleirum.  Í öðru lagi er hér kominn sá jarðvegur sem nauðsynlegur er til að Ísland hafi möguleika á að verða leiðandi í tækniþróun á sviði sjávarorkunýtingar.  Með samþykkt þessarar tillögu standa verkefni eins og þróun Valorka-hverflanna jafnfætis við önnur þróunarverkefni, t.d. að því er varðar stuðning samkeppnissjóða, og er verkefnis Valorku getið sérstaklega í athugasemdum.  Í þriðja lagi má gera ráð fyrir því að í kjölfar tillögunnar komist á fót hérlendis aðili sem einbeitir sér að söfun og utanumhaldi gagna og fróðleiks á þessu sviði og gegni þar miðlunarhlutverki.  Verulega hefur á þetta skort, eins og glögglega hefur komið fram í starfi Valorku ehf.  Líklega er gagnasafn Valorku ehf nú það heillegasta og best uppfærða á landinu varðandi þennan málaflokk, og mun fyrirtækið áfram leggja sig fram um gagnasöfnun og -miðlun á þessu sviði.  Í fjórða lagi er nú stefnt að því að Ísland verði aðili að alþjóðasamstarfi á sviði sjávarorku.  Þetta er enn ein forsenda þess að Ísland sé hæft í samkeppni um tækniþróun og hagnýtingu á þessu sviði.  Að öllu þessu samanlögðu má fullyrða að fátt hefur Alþingi tekið sér fyrir hendur í seinni tíð sem hefur jafn mikla þýðingu fyrir komandi kynslóðir Íslendinga. 

Valorka ehf hefur beitt sér nokkuð fyrir því að hafin verði stefnumörkun af þessu tagi.  Verkefnisstjóri hefur átt fundi með þingmönnum, en einnig var dreift á Alþingi samantektinni „Sjávarfallaorka og hagsmunir Íslands“, sem e.t.v. hefur vakið umhugsun.  Margt í orðalagi tillögunnar má rekja til þess sem Valorka hefur lagt til.  Annað hefur ratað inní hana frá öðrum; sumt af því til bóta en annað ekki.  Ljóst er að Valorka mun gera athugasemdir til lagfæringa á orðalagi á stöku stað þegar tilagan fer í umsagnaferli.

Tillagan markar e.t.v. ekki síður tímamót á hinu pólitíska sviði, en að henni stendur rúmur þriðjungur alls þingheims; 22 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi; jafnt úr stjórn og stjórnarandstöðu.  Þessi mikla samstaða er öflugur vitnisburður þess að þegar kemur að framtíðarsýn og umhyggju fyrir hag komandi kynslóða geta allir þingmenn verið sammála; öll pólitísk landamæri hverfa.  Þingmenn eiga miklar þakkir skildar; ekki síst þeir sem mikið hafa lagt á sig við undirbúning og framlagningu tillögunnar.

(mynd úr vinnustofu)
Valorka ehf hefur nú flutt vinnustofu sína um set, þó innan sama húsnæðisí frumkvöðlasetrinu Eldey að Ásbrú.  Miklar breytingar standa nú yfir í Eldey á vegum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) sem sér um reksturinn fyrir hönd ríkisins.  Valorku bauðst að fá aðstöðu sem hentaði beturen hin fyrri, og var það þegið.  Nýja aðstaðan er þokkalega rúmgóð, með stórum dyrum og geymslulofti.  Með henni er unnt að koma allri geymslu- og verkstæðisaðstöðu á einn stað, en áður var leigt sérstakt hús fyrir bát.  Eftir sem áður er skrifstofuaðstaða á heimili Valorku og verkstjóra, að Skógarbraut 1104, en þar fer einnig fram hönnunarvinna o.fl.  Frumkvöðlasetur af því tagi sem ÞK býður uppá í Eldey eru mikilvæg úrræði fyrir frumkvöðlaverkefni.  Þar er bæði unnt að fá aðstöðu fyrir verkefni sem ekki þurfa annað en skrifstofuaðstöðu og einnig þau sem þurfa verkstæðisaðstöðu. 

 Tveir gallar eru þó enn óleystir varðandi Eldey, og e.t.v. önnur setur af því tagi.  Annarsvegar væri mikil þörf á sameiginlegum vélasal, þar sem leigjendur gætu komist í vélar til afmarkaðra verkefna.  Þa myndi skapa mikið hagræði í stað þess sem nú er; að hver þurfi að eiga dýrar vélar sem notast lítið.  Þetta myndi þó kosta umsjónarmann með tækjunum, og þann kostnað hefur ÞK ekki viljað leggja í ennþá.  Hitt atriðið er svo það að leiga aðstöðu í Eldey er tiltölulega há, a.m.k. fyrir þau frumkvöðlaverkefni sem eiga erfitt með fjármögnun.  Leiga Valorku núna er 500 kr/m², sem er lítið undir markaðsverði.  Hlýtur að teljast undarlegt að ríkissjóður, sem er bakhjarl ÞK, skuli þannig íþyngja verkefnum sem kunna að reyna þjóðhagslega hagkvæm.  Þær mótbárur hafa heyrst að leiga þurfi að vera nokkuð há til að „losna við starfsemi sem ekki getur flokkast undir frumkvöðlastarfsemi“.  Spyrja má á móti hvort ekki sé skynsamlegra að vera með gott og stöðugt mat og eftirlit að hálfu rekstraraðila.

forsidaÚt er komin 1. útgáfa þessarar samantektar á vegum Valorku ehf.  tilgangur hennar er að draga saman ýmis gögn til þess annars vegar að sýna stöðu þróunar og rannsókna á sviði sjávarfallaorku; innan- sem utanlands, og hinsvegar að leiða í ljós ríkjandi skort á stefnumörkun og vekja athygli á helstu tækifærum sem liggja á þessu sviði og snerta þjóðarhag.  Mikill hluti skýrslunnar snýst um rannsóknir írskra stjórnvalda á umfangi sjávarfallaorku þar við land; samanburð írskra, breskra og norskra rannsókna og hugleiðingar um hvernig þær niðurstöður mætti yfirfæra á hérlendar aðstæður.  Niðurstaða þess samanburðar leiðir í ljós að sennilega er sjávarfallaorka langstærsta orkulind Íslendinga, eða í heild yfir 330 TWst/ári.  Þetta verður þó ekki staðfest nema með rannsóknum af því tagi sem Valorka ehf beitir sér nú fyrir í samastarfi við Hafrannsóknastofnun og Verkís.  Þessu næst er fjallað um stöðu virkjanatækni í stórum dráttum og lýst nokkrum hverflum sem komnir eru langt í þróun.  Lýst er þeim fjórum gerðum Valorka hverfilsins sem þróaðar hafa verið.  Í lokin er vakin athygli á því tækifæri sem Íslendingum býst nú til að stórauka tækniútflutning sinn og komast í fremstu röð þjóða á þessu eftirsótta sviði virkjanatækni og hreinnar orku.  Má helst líkja þeim tækifærum við þau sem Finnum buðust í kreppunni uppúr 1990 þegar þeir hagnýttu tækifæri sem þá var að opnast á sviðum gsm-tækni.  Sú tækni var þá á jafnmiklu frumstigi og sjávarorkutækni er í dag.
Skýrslunni hefur verið dreift til allra þingmanna og til margra stofnana á sviði orkumála og umhverfisverndar.

Subcategories