valdimar verdlaun_2011Valdimar Össurarson hlýtur hin virtu International Inventors´ Award árið 2011 fyrir uppfinngu sína; Valorka hverflana.  Verðlaunasamkeppni IFIA, Alþjóðasamtaka hugvitsmanna er að þessu sinni beint að uppfinningum á sviði endurnýjanlegrar orku, loftslags og umhverfisverndar.  Verðlaunin voru afhent á 125 ára afmælissýningu SUF sem haldin er í Stokkhólmi 4.-7.okt 2011.  Á meðfylgjandi mynd er Valdimar t.h. ásamt Agne Johansson, en stofnun hans gefur verðlaunaféð.  Agne er nú 87 ára og hefur lagt mikið að mörkum til hvatningar uppfinningamanna, bæði í Svíþjóð sem á alþjóðavísu en auð sinn á hann að þakka eigin uppfinningum og eljusemi.  Ýmsir hafa líkt honum við Alfred Nobel og verðlaununum við nóbelsverðlaunin á sviði uppfinninga.  Dómnefnd taldi Valorka hverfilinn vera raunhæfustu og framsæknustu hugmyndina að þessu sinni og kom fram við verðlaunaafhendinguna að með henni sé að öllum líkindum rudd braut á nýju sviði orkuöflunar.  Verðlaunaupphæðin er 300.000 sænskar krónur eða um 5,2 milljónir ísl.kr og mun koma sér vel í því mikla þróunarstarfi sem nú er framundan hjá Valorku ehf.

Valorka ehf kynnti starfsemi sína á sýningunni með plakötum og myndbandi, en Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna hafði 2 bása til ráðstöfunar.  5 aðrir íslenskir aðilar kynntu þar sín verkefni.  Töluverð aðsókn var á íslenska básinn, ekki síst eftir verðlaunaafhendinguna.  Í lok sýningarinnar hlaut hann 3. verðlaun fyrir góða kynningu, sem er allgóður árangur í hópi þeirra mörghundruð sýningaraðila sem þarna voru.  Þá hlaut Steinunn Ketilsdóttir bronsverðlaun fyrir sína nýsköpun. 

Valdimar og fyrirtæki hans þakka stuðningsaðilum sínum fyrir þeirra mikla þátt i verðlaununum.  Ekki síst fær Elinóra Sigurðardóttir þakkir, en hún hvatti eindregið til þátttöku og greiddi fyrir henni.  Þakkir fá ennfremur hinir fjölmörgu sem sent hafa heillaóskir og sýnt verkefninu áhuga eftir að verðlaunaveitingin varð kunn.

Winner of the International Inventors Award 2011.
Valdimar Össurarson has been granted the prestigious IIA 2011 awards for his invention, the valorka turbine. IFIA (International Federation of Inventors) grants this awards for the best invention in the chosen category. This year the category was "sustainable energy, climate and environment". The IIA 2011 awards were the collaboration of IFIA and SUF (the Swedish Inventors´ Association) and the prize sum, 450 000 SEK is funded by Agne Johansson Memorial Fund. Valdimar got the 1st prize; Rasmus Norling, Sweden, got the 2nd prize and Khaled Abdul Hamed, Egypt, got the 3rd. The Award ceremony took place during National Inventors' Day on 5 October at the Inventions for the Future trade fair at the Scandinavian Technical Fair. The SUF celebrated its 125th anniversary with a great exhibition where hundreds of inventors and innovators presented their ideas and products. Valdimar(to the right on the picture below) was presented the 1st awards by Agne Johansson (left); a document and award sum of 300 000 SEK. This prize is very important to the Valorka project. It underlines its importance and usefulness and it will pave the way for further development. The prize money will be used entirely for development, along with the support from the Icelandic funds; Taeknithounarsjodur and Orkusjodur. Valdimar Össurarson wishes to thank IFIA; SUF and Arne Johansson Memorial Fund for this award. Also thanks to the many supporters and collaborators of Valorka, but not least to Elinora Sigurdardottir who encouraged Valdimar to apply for the IIA awards. This award may contribute to a faster development for mankind towards a better environment and sustainable energy.