Valorka Valorka

Sidebar

Main Menu

  • Valorka
  • Sjávarfallaorka
  • Tækni
  • Fróðleikur og skýrslur
  • Fréttir
  • Um Valorku ehf.
  • English
  • Valorka
  • Sjávarfallaorka
  • Tækni
  • Fróðleikur og skýrslur
  • Fréttir
  • Um Valorku ehf.
  • English

Fréttir

Meingölluð drög að orkustefnu fyrir Ísland

Details
Valdimar Össurason logo
Fréttir
13 janúar 2011
Skoðað 4507 sinnum

13.01.2011 
advorunKomin eru fram að nýju „drög að orkustefnu fyrir Ísland“, en að þeim hefur unnið stýrihópur  á vegum iðnaðarráðherra.  Drög í þessu efni voru fyrst lögð fram vorið 2010.  Þá gerði Valorka ehf ítarlegar athugasemdir við fjölmarga galla og lagði til verulegar breytingar á orðalagi til að stefnan gæti staðið undir nafni.  Nú eru sömu drög aftur lögð fram án þess að nokkru hafi verði breytt í upphaflegum texta.  Einungis hefur verið bætt við skýringartexta og formála.  Virðist augljóst að aldrei hefur verið ætlun stýrihópsins að hlusta á athugasemdir og því hafi fyrri framlagning einungis verið blekkingarleikur. 
Megingalli orkustefnunnar í heild er sá að hún stendur ekki undir nafni.  Hér er ekki um stefnu að ræða, heldur einungis lýsingu á fortíð og nútíð í orkumálum landsins; hvergi er gerð tilraun til að skyggnast inn í framtíðina, og því síður að líta til tækniþróunar og möguleika nýrra leiða í orkuöflun sem nú hillir undir.  Lítið er gert úr augljósum ókostum núverandi aðferða við orkuöflun; ekkert er gert úr vaxandi andstöðu hefðbundinna virkjanaaðferða vegna vaxandi umhverfisvitundar almennings og svo virðist sem festa eigi í sessi skiptingu orkuvinnslu og -markaðar milli núverandi orkurisa.

Alvarlegasti ágalli stefnudraganna er þó sá, eins og Valorka dregur ítarlega fram í sínum athugasemdum, að ekkert skuli vera fjallað um stærstu orkulindir landsins; hinar ýmsu tegundir sjávarorku, heldur einblínt á hefðbundnar orkulindir, en allar líkur benda til að nýting þeirra sé meiri annmörkum háð en orkurisarnir vilja vera láta.

Valorka ehf lagði að nýju fram umsögn sína og athugasemdir, dags. 31.01.2011, endurskoðaðar út frá þessum síðari drögum.  Af athugasemdum Valorku ehf má nefna þessar:  Vakin er athygli á því að seta orkumálastjóra í hópnum sé óheppileg með tilliti til hlutverks Orkustofnunar, og kunni að valda vanhæfi við afgreiðslu mála í framtíðinni.  Ekki getur talist eðlilegt að hlutlaus umsagnaraðili og leyfaveitandi taki virkan þátt í mótun pólitískrar stefnu.  Hinsvegar vantar í hópinn aðila með þekkingu á óhefðbundnum orkugjöfum.  Stýrihópnum var settur sá megintilgangur að „ná heildarsýn yfir mögulegar orkulindir lansins; aðferðir og tækni til nýtingar þeirra; hugsanlegra umhverfisáhrifa og sjálfbærni nýtingarinnar...“.  Þessum tilgangi er alls ekki náð í drögunum, þar sem hvorki er gerð tilraun til skoðunar á óhefðbundnum orkulindum né aðferðum til nýtingar þeirra, auk þess sem ekki er horft gagnrýnum augum á hefðbundna orkuvinnslu.  Hópurinn skyldi einnig „fjalla um möguleika á að nýta orkulindirnar og sérþekkingu okkar til atvinnuuppbyggingar á næstu árum“.  Þessu hefur hópurinn í engu sinnt, þar sem ekki er t.d. tekið tillit til þeirrar tækniþróunar sem Valorka ehf stendur fyrir á þessu sviði.  Valaorka leggur til að í drögin verði bætt sérstökum kafla um sjávarfallaorku og leggur fram tillögur um orðalag.  Það er sama hvar drepið er niður fæti í drögunum; allsstaðar má finna sömu fordómana gegn óhefðbundnum orkugjöfum og allsstaðar er sama fortíðarhyggjan vaðandi hefðbundna orkugjafa.  Þetta á t.d. við þar sem fjallað er um afhendingaröryggi orku; sjáfbærni; fjölbreytni orkugjafa; verndargildi náttúru; forgangsröðun virkjanakosta; hámörkun þjóðhagslegrar hagkvæmni; uppbygging fjölbreytts atvinnulífs; fræðslu, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf og annað sem snertir orkumál.

Verður að vænta þess að fordómar og staðnaður hugsunarháttur af því tagi sem birtist í þessum drögum verði ekki leiðarljós Íslendinga í því mikla uppbyggingarstarfi og þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er.  Valorka ehf býður fram aðstoð sína og sérþekkingu á sviði sjávarfallaorku til mótunar raunhæfrar og víðsýnnar orkustefnu.

Tækniþróunarsjóður veitir verkefnisstyrk

Details
Valdimar Össurason logo
Fréttir
22 desember 2010
Skoðað 4717 sinnum

taeknithrounarsjodur_frettFyrir liggur vilji Tækniþróunarsjóðs Rannís að veita verkefnisstyrk til 2. þróunaráfanga Valorka hverflanna.  Þessi styrkveiting er verkefninu mjög mikilvæg, og raunar forsenda þess að verkefnið geti haldið áfram.  TÞS styrkti fyrsta áfanga verkefnisins með í flokki frumherjastyrkja, en nú var sótt um verkefnisstyrk til þriggja ára.  Umsögn og mat fagráðs er á jákvæðum nótum, en þó er greinilegt að hérlendis skortir þekkingu til að meta hlutlægt nýjungar í þessum flokki.  Tækniþróunarsjóði og öðrum sem að úthlutuninni komu er þökkuð sessi framsýni og er vonast eftir góðu samstarfi.

Styrkveitingunni fylgir þó sá annmarki að einungis er um 50% styrk að ræða.  Er því framtíð verkefnisins nú undir því komin að takist að afla mótframlagsins.  Mestar vonir eru bundnar við aðstoð Orkusjóðs í þeim efnum, en sjóðurinn styrkti fyrsta áfanga.  aðstoð OS er þeim mun mikilvægari nú, þar sem Vinnumálastofnun hefur svipt verkefnisstjóra bótum í refsingarskyni fyrir vinnu hans að gagnlegri nýsköpun.  Nánar er frá því greint hér í fyrri frétt.  Því er ekki unnt að tilgreina vinnuframlag verkefnisstjóra sem mótframlag við styrk Tækniþróunarsjóðs, eins og þá var gert.  Enginn áhugi virðist vera hjá stjórnvöldum að bæta úr þessum annmarka, eða veita Vinnumálastofnun það aðhald sem hún þarfnast.

Engar fjárveitingar 2011 til sjávarorkurannsókna RMS

Details
Valdimar Össurason logo
Fréttir
08 desember 2010
Skoðað 4068 sinnum

08.12.2010

brimNú er ljóst að fjárveitinganefnd Alþingis hefur ekki orðið við umsókn Valorku ehf fyrir hönd Rannóknamiðstöðvar sjávarorku um framlag til sjávarorkurannsókna árið 2011.  Afgreiðsla nefndarinnar verður að teljast mistök og ber hvorki vott um mikla framsýni né athugun að hálfu þeirra sem um hafa fjallað.  Eins og skýrt var tekið fram í umsókn var þessi fjárveiting einkum ætluð sem uppbót á þá fjárveitingu sem RMS fékk á fjárlögum ársins 2010, en hún dugði ekki til kaupa á einum mæli til straumarannsókna.  Er því lítið samhengi í veitingum að hálfu fjárlaganefndar og þarf augljóslega að bæta hér vinnubrögð.  Kom fyrir ekki þó verkefnisstjóri fengi fund með fjárveitinganefnd og skýrði tilganginn; jákvæðar undirtektir nefndarmanna skiluðu sér ekki við afgreiðslu fjárlaga.

Þessi afgreiðsla verður þó sínu furðulegri ef skoðaðar eru aðrar fjárveitingar af svipaðri stærðargráðu í fjárlögunum.  Þar úir og grúir af fyrirgreiðslum og poti til hinna ótrúlegustu verkefna sem ekki geta talist hafa jafn mikla þjóðhagslega þýðingu og rannsóknir á stærstu orkulind þjóðarinnar.  Draugar, tröll og landnámshænsni eiga vissulega stað í þjóðarsálinni, en er þörf á fjárveitingu til þeirra jafn mikil og að hefja rannsóknir á stærstu orkulind þjóðarinnar á hagkvæman hátt; í þágu allra komandi kynslóða?  Spyr sá er ekki veit.

Stofnandi Valorku kjörinn formaður SFH

Details
Valdimar Össurason logo
Fréttir
01 desember 2010
Skoðað 3170 sinnum

voStofnandi og framkvæmdastjóri Valorku ehf, Valdimar Össurarson, hefur verið kjörinn formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna.  Valdimar var einn hvatamanna og stofnenda SFH þegar það var stofnað á grunni Landssambands hugvitsmanna, og hefur um tíma setið í stjórn beggja félaganna.  SFH hafa verið byggð hratt upp frá stofnun og m.a. hefur félagatalan rúmlega tvöfaldast frá breytingunni.  Samtökin eru eini almenni og opni félagsskapur allra frumkvöðla á landinu.  Eitt meginverkefni þeirra, auk innra starfs í þágu félagsmanna, er að vera leiðandi í umbótum á þeim frumskógi sem stuðningsumhverfi frumkvöðla er nú, og veita leiðsögn og hvatningu til eflingar frumkvöðlastarfi.  Vefsíða SFH er www.nyhugmynd.com, og hefur Valdimar samið megnið af texta hennar.

Valdimar er einnig stofnandi og verkefnisstjóri ÁTAKs ( Áhugasamtaka um tæknimiðstöð fyrir almenning og kennslu), sem starfað hafa um nær 8 ára skeið.  Tilgangur þeirra er að berjast fyrir og undirbúa stofnun íslenskrar tæknimiðstöðvar (e: science center).  Tæknimiðstöðvar eru engar á Íslandi, en í öllum öðrum siðmenntuðum ríkjum heims þykja þær ómissandi tæki til eflingar áhuga á nýsköpun ; til skilnings á umhverfinu og sem stuðningur við raungreinakennslu í skólum, auk annarra hlutverka.  Verkefnið hófst sem liður í ferðaþjónustu þegar Valdimar stofnaði Ferðamálafélag Flóamanna og vann sem rekstrarstjóri félagsheimilis, en hefur síðan verið unnið á landsgrunni; óstaðsett, og öðlast mikinn stuðning skóla, kennara, verkalýðsfélaga, menntastofnana, nýsköpunarsamtaka og almennings.  Verkefnið hefur notið lítilsháttar framlaga á fjárlögum Alþingis og verið unnið í samráði við stjórnvöld.  Mikið verk er að baki við upplýsingasöfnun og kynningu og öflun samstarfs við erlendar tæknimiðstöðvar.  ÁTAK fékk Kennaraháskóla Íslands til að vinna skýrslu um þörf og notagildi tæknimiðstöðvar og niðurstöður voru afdráttarlausar; „íslensk tæknimiðstöð er tímbabær nauðsyn“.  Á sama veg eru ályktanir fjölda skóla, landssambanda, nýsköpunarfélaga og fleiri aðila.  Ekki er því lengur unnt að efast um þörfina.

Undirbúningshópur Sóknaráætlunar 20/20 var einhuga um að setja tæknimiðstöð sem eitt mikilvægra markmiða.  Verður að vænta þess að stjórnvöld fari að vakna af sínum svefni í þessum efnum, enda er tæknimiðstöð mikilvægur liður í eflingu nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar.  Fátt er Íslandi nauðsynlegra í endurreisn efnahagslífsins.  Vefsíða ÁTAKs er www.tsi.is og hefur Valdimar séð um hana frá upphafi.

Þá situr Valdimar í stjórn Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FÍKNF).  Nafnið er lýsandi fyrir samtökin, en þau vinna að eflingu þessara greina í skólastarfinu.  Seta Valdimars í stjórn tengist einkum starfi hans við undirúning tæknimiðstöðvar, sem er grundvöllur umbóta á þessu sviði, en einnig hefur hann lengi starfað sem kennari í þessum greinum.

Atvinnulausum refsað með bótasviptingu fyrir vinnu að nýsköpun

Details
Valdimar Össurason logo
Fréttir
11 október 2010
Skoðað 4040 sinnum


vidskiptiNú er komið á daginn að Vinnumálastofnun mun svipta alla atvinnuleysingja bótum sem vinna að nýsköpun.  Þetta fékkst staðfest í dag með bréfi Vmst til verkefnsisstjóra Valorku ehf.  Forsaga málsins er þessi í stuttu máli:  Eftir að VÖ missti vinnu sína haustið 2008 hóf hann vinnu við þróunarverkefni það sem leitt hefur til Valorka hverflanna.  Við efnahagshrunið mikla haustið 2008 hvöttu stjórnvöld atvinnuleysingja mjög til þess að leggja sitt að mörkum til nýsköpunar, enda væri það vænlegasta leiðin til enduruppbyggingar efnahags og atvinnu.  Þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, setti reglugerð nr. 12/2009, en í henni var m.a. ætlunin að ná þessu fram á tvennan hátt.  Annarsvegar er í grein 7 heimild til atvinnulausra að gera samning við Vmst um að geta unnið að nýsköpunarverkefni án þess að vera í atvinnuleit en vera samt á bótum.  Samningur þessi er til 6 mánaða en framlengjanlegur í aðra 6.  Hinsvegar er í 8. grein heimild til fyrirtækja sem vinna að nýsköpun að ráða atvinnuleysingja og fá bætur þeirra í meðgjöf.  VÖ sótti strax um samning skv 7. gr og fékk hann ásamt framlengingu; samtals 12 mánuði. Þar sem þróunartími nýsköpunar af þessu tagi er mörg ár, var sótt um heimild til handa Valorku ehf að ráða VÖ í vinnu skv 8.gr eins og hún heimilar, enda lá fyrir vottun Nýsköpunarmiðstöðvar varðandi nýsköpunargildi verkefnisins.  Vinnumálastofnun synjaði um samning á þeirri forsendu að þar sem verkefnið hefði áður fengið samning skv 7.gr þá væri það ekki lengur „nýtt“!  Þessari furðulegu túlkun Vmst var harðlega mótmælt, enda styðst hún hvorki við almenna skynsemi né nokkurn laga- eða reglugerðarbókstaf. 

En Vinnumálastofnun gerði það ekki endasleppt í löglausum yfirgangi sínum og ofstopa gegn nýsköpun og framförum.  Með tilvísun til þess að verkefnisstjóri Valorku hafði samviskusamlega tilkynnt í mánaðarlegri skráningu að hann væri að vinna að nýsköpunarverkefni og því ekki í atvinnuleit,  þá var hann nú sviptur atvinnuleysisbótum.  Þar með var komin upp sú staða að VÖ var núna án atvinnuleysisbóta beinlínis vegna þess að hann hafði hafið vinnu að nýsköpun.  Hefði hann þess í stað legið aðgerðalaus með tær uppí loft, hefði hann áfram átt rétt á bótum í fjölmarga mánuði, enda enga vinnu að hafa.  Staðan var því sú að ætlun stjórnvalda hafði þarna snúist upp í andhverfu sína;  nýsköpun var nú orðinn banabiti atvinnulausra í stað þess að byggja upp atvinnu og efnahag til framtíðar.  Og það sem e.t.v. er furðulegast; stjórnvöld virðast ekki vilja eða geta tekið á þessu apparati sem Vinnumálastaofnun er; þar virðast menn móta sín eigin lög og vera undanþegnir stjórnvöldum.  Áfram verður þó unnið í þessu máli á öllum sviðum; lögleysu og niðurrif verður að stöðva, sama hver á í hlut.
Afleiðingin af þessum löglausu ákvörðunum Vinnumálastofnun eru þó jafnvel alvarlegri fyrir verkefni Valorku en í fljótu bragði sýnist.  Þær valda því að verkefnisstjóri getur ekki lengur sýnt fram á eigið vinnuframlag sem mótframlag styrkja samkeppnissjóða.  Sem aftur hefur þær afleiðingar að styrkirnir fást ekki og verkefnið er dauðadæmt ef ekki kemur til styrkjapakki margra sjóða.  Stjórnvöldum verður einnig gerð grein fyrir þessum vanda.

Átvinnulausir eru eini hópur bótaþega í þjóðfélaginu sem ekki hefur nein formleg samtök og engan talsmann.  Þetta hlýtur að teljast furðulegt í því velferðarþjóðfélagi sem við teljum okkur lifa í, en furðulegra er þó sú staðreynd að núverandi velferðarstjórn sinnir í engu ákalli atvinnuleysingja um úrbætur í þessu efni.  VÖ hefur lengi reynt að vekja athygli stjórnvalda á hlutskipti þessa fjölmenna hóps bótaþega, t.d. með fjölmiðlaviðtölum; með bréfum til velferðarráðherra; með kærum til umboðsmanns Alþingis og með bréfum til félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.  Sem stjórnarformaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna hvatti hann til þess að stjórnin sendi Velferðarráðherra erindi og fyrirspurn um málin.  Allt kemur fyrir ekki; engin svör fást, og enginn vilji virðist vera til úrbóta.  Mannréttindi þessa hóps eru áfram fótum troðin; framlag atvinnulausra til nýsköpunar er einskis metið.

Fleiri fréttir ...

  1. 1. áfanga í þróun Valorka hverflanna lokið

Subcategories

Page 11 of 12
  • Start
  • Prev
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • Next
  • End

Fréttir

  • Nýr hverfill reynist umfram væntingar
  • Jákvæður fundur með ráðherra
  • Sjávarorka 2025 - ný skýrsla frá Valorku
  • Orkuumræða á villigötum
  • Val-X í þróun
  • Afrekaskrá stjórnvalda 2018
  • Sjöföldun virkjanlegrar sjávarfallaorku með 3.kynslóð hverfla
  • Enn hindra stofnanir verkefnið
  • Staða verkefnisins haustið 2017
  • Misskilja stjórnvöld Parísarsamkomulagið?
  • Orkusjóður eyðilagður fyrir "mistök"
  • Ráðherra og stofnanir brutu á rétti Valorku
  • Árangursríkt en vanmetið þróunarstarf
  • Ámælisverð framganga iðnaðarráðherra
  • Góður gangur í þróunarstarfi

 Valorka ehf. | Skógarbraut 1104 | 235 Reykjanesbær | Sími 426 5900 og 862 2345

Bootstrap is a front-end framework of Twitter, Inc. Code licensed under Apache License v2.0. Font Awesome font licensed under SIL OFL 1.1.