landsbanki nyskstyrkur_31_okt_2011Landsbankinn sýnir mikinn metnað og vilja til að leggja sitt af mörkum til aukinnar nýsköpunar og bætts þjóðarhags, en bankinn hefur nú í fyrsta sinn úthlutað nýsköpunarstyrkjum til fjölda verkefna.  Heildarupphæð styrkja var 15 milljónir, sem skiptist í 7 styrki að upphæð 1.000.000 og 20 styrki að upphæð 400.000 kr.  Rúmlega 350 umsóknir bárust, sem er enn einn vitnisburðurinn um hina gríðarlegu grósku sem nú er í nýsköpunarstarfi í landinu.  Valorka ehf var meðal þeirra 7 sem hlutu einnar milljón króna verkefnisstyrk, og er hann veittur annars vegar til þróunar Valorka hverflanna og hinsvegar til rannsókna á sjávarorku. 

Landsbankanum er hér með þakkað kærlega fyrir þennan skilning á verkefnum Valorku, og um leið er bankanum óskað til hamingju með það framtak sem styrkveitingarnar eru.  Hér er komin kærkomin og þörf viðbót við þá styrkjamöguleika sem í boði eru fyrir ný og uppbyggileg verkefni.  Vonandi verður hér rekin sjálfstæð styrkjastefna sem gefur minna menntuðum hugvitsmönnum ekki síðri tækifæri en verkefnum stórra stofnana og fyrirtækja.  Slíkt hefur sárvantað í íslenskri nýsköpun.

Á meðfylgjandi mynd eru verðlaunahafarnir 7 ásamt Jensínu K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra þróunar hjá Landsbankanum, lengst t.v,  Valdimar Össurarson frkvstj. Valorku er lengst til hægri á myndinni.