sigrun umhvradherraÍ útvarpsættinum "Sprengisandur" á Bylgjunni 22.mars 2015, ræddi þáttastjórnandinn, Sigurjón M. Egilsson, við Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra. 

Fram komu merkar yfirlýsingar að hálfu umhverfisráðherra sem ber að fagna og halda til haga:  Ráðherra sagði m.a.

"Ég skil ekki hversvegna við leggjum ekki meira fé í rannsóknir varðandi orkumál og nýja tækni.  Finnst sérkennilegt að við skulum ekki hafa þróað í heiminum almennt nýja tækni til vinnslu á orku, þannig að við getum lagt af gerð virkjunarlóna og annars sem er að skemma landið.  

Ég er spennt fyrir sjávarföllum; að við getum virkjað þá orku sem þar er að hafa, en við höfum kannski ekki ýtt nógu mikið eftir því.  Tiltölulega nýverið erum við farin að nýta vindorkuna og hún skilar meiri árangri en við bjuggumst við.  En vindorkan er ekkert alveg heilög; þar er margt sem við þurfum að skoða frá umhverfislegu sjónarmiði.  Það eru ýmsir möguleikar; ég vil gjarnan skoða fleiri möguleika".  

Sigurjón spurði hvort ráðherra teldi þurfa að verja meira fé til að kanna aðra möguleika, s.s. vindorku og sjávarföll, og ráðherra játaði því skýrt og skilmerkilega.  

Svandís nefndi sjóði sem ætlað hefði verið að styðja rannsóknir og þróun slíkra grænna orkugjafa; Loftslagssjóð og fjárveitingar græna hagkerfisins; spurði hvort ætlunin væri að endurreisa græna hagkerfið?  Sigrún umhverfisráðherra sagðist ekkert endilega vilja endurreisa það undir því nafni.  

Svo mörg voru þau orð.  Yfirlýsingar ráðherra eru vissulega ánægjulegar og þakkarverðar.  Hinsvegar eru þær e.t.v. merkilegastar fyrir þeirra hluta sakir að núverandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki staðið við bakið á eina þróunarverkefni Íslendinga í sjávarorku, þrátt fyrir að það hafi skilað einstökum árangri; þrátt fyrir að það hafi komið Íslendingum í fremstu röð tækniþróunar á sínu sviði og þrátt fyrir jákvæðar skriflegar yfirlýsingar þessarar ríkisstjórnar.  Þvert á móti hefur þessu verkefni gengið flest í móti á þessu kjörtímabili, að því er stjórnvöldum við kemur:  Styrkfé hefur verið synjað frá Tækniþróunarsjóði án skýringa; Orkusjóði hefur áfram verið haldið í fjársvelti; Landsvirkjun hefur sýnt verkefninu hroka og synjað um aðstoð á sama tíma og varið er háum upphæðum af almannafé til vindorkuþróunar; iðnaðarráðherra sýnir verkefninu sinnuleysi; umhverfisráðherra synjaði um aðstoð af fjárveitingum til græna hagkerfisins; verkefninu hefur verið varpað fram og aftur milli ráðuneyta án þess að nokkur vilji koma því til aðstoðar og nú síðast keyrði um þverbak.  Þá sótti Valorka um beinan stuðning ríkisstjórnarinnar með tilvísun annarsvegar til fyrri fordæma og hinsvegar til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sjálfrar um góðan hug og væntingar til verkefnisins. Ríkisstjórnin svaraði þessu erindi ekki skýrt en lét í það skína að engin aðstoð fengist.  Ítrekuð hefur verið beiðni um svör.  Yfirlýsingar ríkisstjórnar má lesa hér á vefsíðunni, en þær hafa hingað til reynst orðin tóm.  Fyrsti íslenski hverfillinn og fyrsta tilraun Íslendinga til nýtingar sjávarfalla er nú að deyja drottni sínum vegna sinnuleysis stjórnvalda.

Það kemur því ánægjulega á óvart að verkefnið skuli nú hafa eignast bandamann í umhverfisráðherra.  Með þessi ummæli ráðherra að veganesti mun Valorka nú þegar óska eftir fundi með ráðherra og inna hana eftir því hvernig megi bjarga verkefninum úr þeirri stöðvun sem þau hafa verið í að undanförnu vegna skorts á stuðningi stjórnvalda.  Einnig munu alþingismenn allir verða spurðir um sín viðhorf í þessu efni og send verða erindi í viðeigandi nefndir þingsins.

forsetiVerkefnisstjóri Valorku átti fund á Bessastöðum með forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, hinn 27. janúar sl og kynnti fyrir honum verkefni Valorku ehf.  Forseti hafði heyrt af verkefnum Valorku og vildi heyra meira um þau, en sem kunnugt er þá hefur hann beitt sér mjög á alþjóðavísu í málefnum umhverfismála og hreinnar orku.  Nýtur hann mikillar alþjóðlegrar virðingar fyrir þau störf.  Forseti var þá nýkominn heim af heimsþingi hreinnar orku sem haldið var í Abu Dhabi, en þar var hann m.a. í forsæti dómnefndar fyrir hin virtu Zayed orkuverðlaun.

Hr. Ólafur Ragnar var mjög áhugasamur um verkefni Valorku og spurði margs eftir kynningu verkefnisstjóra.  Honum finnst mikið hafa áunnist á stuttum tíma, með því að hverfillinn er nú í fremstu röð tækni til virkjunar hægra annesjastrauma, og eini hverfillinn hérlendis sem hlotið hefur einkaleyfi.  Verkefnisstjóri spurði forseta einnig um hans viðhorf, í ljósi hinnar víðtæku reynslu og starfa á hinu alþjóðlega sviði.  Forseti telur að verkefnið ætti að vera hægt að kynna erlendis og fá að því öfluga samstarfsaðila og fjármögnun, en mikilvægt sé að undirbúningur hér heima sé eins vandaður og best verður á kosið.  Hann óskaði eftir að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins, og sagðist fylgjast með því af áhuga.

Valorku er það heiður að njóta velvildar forseta, og það er Íslandi mikið happ að hafa forseta sem nýtur svo víðtækrar virðingar á sviði umhverfisverndar og hreinnar orku.

 

Skrifað hefur verið undir samsarfssamning milli Valorku ehf og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.  Nýsköpunarmiðstöð hefur lýst vilja til að verða Valorku til ráðgjafar um þróunarvinnu hverflanna og aðstoða við verkefnisstjórnun, auk þess að koma að verkfræðilegu mati prófana.

Valorka hefur áður notið aðstoðar NMÍ á ýmsa vegu.  T.d. veitti Geir Guðmundsson verkfræðingur góð ráð þegar verkefnisstjóri Valorku hóf fyrstu kannanir sínar varðandi nýtingu sjávarorku, og aftur síðar þegar fyrstu gerðir hverflanna fóru að mótast.  Það ár kynnti forstjóri NMÍ hverflana stuttlega á opnum ársfundi stofnunarinnar.  Valorka hefur einnig notið aðstoðar NMÍ í ráðgjöf við skoðun styrkjamöguleika í erlendum samstarfssjóðum.

nmilogoAðkoma NMÍ mun án efa auka á ýmsan hátt möguleika verkefnisins til framgöngu.  Með henni opnast aðgangur að þekkingu og reynslu varðandi framgang nýsköpunarverkefna, en það skapar aukinn trúverðugleika í samskiptum við stjórnkerfi, stofnanir og sjóði.  Til dæmis  er þess vænst að þetta samstarf auki líkur á framhaldsstyrk til verkefnisins frá Tækniþróunarsjóði, en hann er helsta forsenda þess að unnt sé að halda verkefninu áfram.  Tækniþróunarsjóður hefur í tvígang synjað um framhaldsstyrk, haustið 2013 og vorið 2014, en þær synjanir hafa stoðvað framgang verkefnisins og valdið verulegum erfiðleikum.  Skilja mátti af matsblöðum og í viðtölum við starfsmenn TÞS að sjóðurinn teldi vanta aðkomu öflugra ráðgjafaraðila að þróunarverkefninu áður en lengra væri haldið.  Þetta skilyrði er nú uppfyllt ríkulega með því að ekki einasta er tryggð aðkoma helstu opinberu stofnunar landsins á sviði nýsköpunarmála, heldur einnig verkfræðileg aðstoð.  Að auki liggur fyrir eindregin stefna íslenskra stjórnvalda um að kanna til fulls möguleika á sjávarorkunýtingu.  Er því fastlega búist við að umsögn haustið 2014, sem nú hefur verið lögð inn, verði samþykkt og verkefni Valorku komist í gang á ný.

Efnis-, líf- og orkutæknideild NMÍ verður hinn eiginlegi samstarfsaðili Valorku hjá NMÍ.  Framkvæmdastjóri hennar er Kristján Leósson, en helsti tengiliður við Valorku verður Geir Guðmundsson verkfræðingur.  Geir hefur mikla þekkingu á sjávarvirkjunum og hefur fylgst með þróun þeirra, ekki síður en verkefnisstjóri Valorku.  Hann veitti verulega aðstoð í umsóknargerð Valorku, ásamt öðrum hjá NMÍ.  Vænst er árangursríks samstarfs Valorku og NMÍ.

skjaldarmerkid         yfirlys rstj isl

Ríkisstjórn Íslands hefur gefið út yfirlýsingu um mikilvægi verkefna Valorku á sviði sjávarorkunýtingar.  Yfirlýsingin felur jafnframt í sér viðurkenningu á því frumkvöðlastarfi sem unnið hefur verið að hálfu Valorku og þeim einstöku áföngum sem náðst hafa.  Hún er undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra 16. júlí 2014.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

"Ríkisstjórnin er jákvæð gagnvart starfsemi Valorku ehf á sviði sjávarorkunýtingar.  Sjávarorka við strendur Íslands er endurnýjanleg og hrein orkulind sem rannsökuð hefur verið að takmörkuðu leyti.  Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands eru sett fram stefnumið um eflingu nýsköpunar og grænnar starfsemi og að Ísland verði í fararbroddi á sviði sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda.  Fellur nýting sjávarorku vel að þessum stefnumiðum.  

Valorka ehf hefur sýnt einstakt framtak með sínum verkefnum á sviði sjávarorkunýtingar og sýnt hverju hugvit getur áorkað.  Þannig hefur félagið tryggt fyrsta einkaleyfi íslensks hverfils, hafið prófanir á sjávarfallahverflum hérlendis, auk þess sem forsvarsmaður félagsins hlaut gullverðlaun Alþjóðasamtaka hugvitsmannafélaga árið 2011 og viðurkenningu í Bandaríkjunum nýlega.  Þá hefur félagið komið á fót gagnasafni á sviði sjávarorku og bent á þörf þess að rannsóknir verði hafnar á nýtingu sjávarorku við strendur landsins.

Ríkisstjórnin fagnar árangri Valorku ehf og telur mikilvægt að greind séu sóknarfæri sem kunna að liggja í nýtingu sjávarorku og þar með tækifæri til verðmætasköpunar.  Í samræmi við það ályktaði Alþingi þann 16. maí sl að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands með það að markmiði að greina hagkvæmustu nýtingarkosti til framtíðar.  Jafnframt er ætlunin að lögð verði drög að uppbyggingu gagnagrunns um nýtingu sjávarorku.

Ríkisstjórnin fagnar frumkvæði Valorku ehf og væntir þess að frekari skref félagsins á þessu sviði skili þeim árangri sem að er stefnt og skapi ný tækifæri til verðmætasköpunar."

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Valorka ehf fagnar þessari yfirlýsingu, sem í raun er fyrsta ákveðna stefnuyfirlýsing stjórnvalda varðandi hinar gríðarlegu sjávarorkuauðlindir þjóðarinnar og fyrsta beina viðurkenning stjórnvalda á  brautryðjandastarfi Valorku á því sviði.  

Enn er þó langur vegur frá því að stjórnkerfið allt hafi áttað sig á þessu mikilvægi og starfi í samræmi við þessa stefnumótun ríkisstjórnarinnar.  Því til vitnis er fjárhagsleg staða verkefna Valorku núna.  Stuðningsumhverfi nýsköpunar er að mörgu leyti óburðugt og brotakennt.  Tækniþróunarsjóður, sem um nokkurra ára skeið var burðarás verkefna Valorku, hefur í tvígang synjað verkefnunum um stuðning og í bæði skiptin vegna þess að fagráð virðist ekki hafa þekkingu til að meta verkefni af þessu tagi.  Enn meira þekkingarleysi bjó að baki synjunar "Átaks til atvinnusköpunar".  Þessar synjanir hafa orðið til þess að ekki var unnt að halda áætlun með sjóprófanir hverfilsins á yfirstandandi sumri.  Í staðinn hefur verið unnið að kostnaðarminni þáttum, svo sem þróun ölduhróksins sem er tæki sem nýtir ölduhreyfingu til að auka afl og hagkvæmni hverfilsins.  

Orkusjóður er núna hinn eini í stuðningsumhverfi íslenskrar nýsköpunar sem sýnt hefur verkefninu þá tryggð og langtímastuðning sem þróun af þessu tagi krefst.  Sjóðurinn veitti nýlega verkefni Valorku þriggja milljóna króna styrk til áframhaldandi þróunar.  Þó sú fjárhæð dugi ekki ein og sér til að halda óbreyttri áætlun þá nægir hún vonandi til að halda lífi í verkefninu þar til aðrir aðilar kerfisins ná að átta sig.  Þetta er allhá fjárhæð miðað við heildarstyrki Orkusjóðs og er skilningur hans mjög þakkarverður.  

Valorka þakkar ríkisstjórn Íslands fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu, og þá framsýni sem í henni felst.  Valorka mun fyrir sitt leiti kappkosta að standa undir því trausti og þeim velvilja sem þarna kemur fram og væntir þess að aðrir hlutar stuðningsumhverfisins, svo og aðrir ábyrgir aðilar, leggi sitt að mörkum til að tryggja þjóðinni réttmætan ávinning og verðmætasköpun af auðlindanýtingu og forystu íslenskrar tækniþróunar á þessu sviði.

The Icelandic government has issued a statement regarding Valorka´s projects.  This is its first statement in the field of ocean energy, underlining its importancce and the importance of Valorka´s enterprize.  Valorka appreciates this statement; it is great encouracement for Valorka and also to present and potential supporters of the projects.
yfirlys rstj enThe english version of the statement may be seen here.

gold inpex 2014Hverfill Valorku hlaut nýlega gullverðlaun á stærstu uppfinningasýningu Bandaríkjanna, INPEX, sem haldin er árlega í Pittsburg.  Sýningin fór fram dagana 18.-20. júní og að venju sýndu þar uppfinningamenn frá öllum heimshornum verkefni sín.  Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og KVENN voru sameiginlega með bás og kynntu þar félögin og nokkur íslensk verkefni.

Elinóra Inga Sigurðardóttir var fulltrúi félaganna á sýningunni og kynnti m.a. hverfil Valorku.  Það kom ánægjulega á óvart þegar tilkynnt var að hverfillinn hefði hlotið "Gold Medal Award og Merit".  Ekki var lagt mikið í kynningarefni, utan eins bæklings, en kynning Elinóru hefur greinilega virkað þeim mun betur. Auk Valorku hlutu Elinóra og María Ragnarsdóttir verðlaun á sýningunn.  Til hamingju með það.

Viðurkenning í Bandaríkjunum hefur töluverða þýðingu fyrir verkefni Valorku.  Fyrir liggur að verkefnið þarf að afla sér samstarfsaðila erlendis þegar verkefninu vindur fram, og viðurkenning af þessu tagi hjálpar í þeim efnum.

The Valorka turbine has been granted the "Gold Medal Award of Merit" at INPEX; America´s largest invention show; which took place in Pittsburg on 18-20th of last June.  This was a pleasant surprise, since Valorka´s project was not presented by the inventor himself.  The Association of Icelandic Inventors and Innovators had a stand at the show; presenting a few inventors and led by Elinora Sigurdardottir.  Valorka´s brochures; Elinora´s convincing and the skilled jury are mostly to thank for this award.  Many thanks INPEX and Elinora.  Two more Icelandic projects were awarded at INPEX this year.

A recognition of this kind is valuable for Valorka, for many reasons.  Valorka intends to have collaborators in America to further develop the turbine and this may play a role in presenting the project.

 

Subcategories