Hverfill Valorku hlaut nýlega gullverðlaun á stærstu uppfinningasýningu Bandaríkjanna, INPEX, sem haldin er árlega í Pittsburg. Sýningin fór fram dagana 18.-20. júní og að venju sýndu þar uppfinningamenn frá öllum heimshornum verkefni sín. Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og KVENN voru sameiginlega með bás og kynntu þar félögin og nokkur íslensk verkefni.
Elinóra Inga Sigurðardóttir var fulltrúi félaganna á sýningunni og kynnti m.a. hverfil Valorku. Það kom ánægjulega á óvart þegar tilkynnt var að hverfillinn hefði hlotið "Gold Medal Award og Merit". Ekki var lagt mikið í kynningarefni, utan eins bæklings, en kynning Elinóru hefur greinilega virkað þeim mun betur. Auk Valorku hlutu Elinóra og María Ragnarsdóttir verðlaun á sýningunn. Til hamingju með það.
Viðurkenning í Bandaríkjunum hefur töluverða þýðingu fyrir verkefni Valorku. Fyrir liggur að verkefnið þarf að afla sér samstarfsaðila erlendis þegar verkefninu vindur fram, og viðurkenning af þessu tagi hjálpar í þeim efnum.
The Valorka turbine has been granted the "Gold Medal Award of Merit" at INPEX; America´s largest invention show; which took place in Pittsburg on 18-20th of last June. This was a pleasant surprise, since Valorka´s project was not presented by the inventor himself. The Association of Icelandic Inventors and Innovators had a stand at the show; presenting a few inventors and led by Elinora Sigurdardottir. Valorka´s brochures; Elinora´s convincing and the skilled jury are mostly to thank for this award. Many thanks INPEX and Elinora. Two more Icelandic projects were awarded at INPEX this year.
A recognition of this kind is valuable for Valorka, for many reasons. Valorka intends to have collaborators in America to further develop the turbine and this may play a role in presenting the project.
VÖ