Fyrir liggur vilji Tækniþróunarsjóðs Rannís að veita verkefnisstyrk til 2. þróunaráfanga Valorka hverflanna. Þessi styrkveiting er verkefninu mjög mikilvæg, og raunar forsenda þess að verkefnið geti haldið áfram. TÞS styrkti fyrsta áfanga verkefnisins með í flokki frumherjastyrkja, en nú var sótt um verkefnisstyrk til þriggja ára. Umsögn og mat fagráðs er á jákvæðum nótum, en þó er greinilegt að hérlendis skortir þekkingu til að meta hlutlægt nýjungar í þessum flokki. Tækniþróunarsjóði og öðrum sem að úthlutuninni komu er þökkuð sessi framsýni og er vonast eftir góðu samstarfi.
Styrkveitingunni fylgir þó sá annmarki að einungis er um 50% styrk að ræða. Er því framtíð verkefnisins nú undir því komin að takist að afla mótframlagsins. Mestar vonir eru bundnar við aðstoð Orkusjóðs í þeim efnum, en sjóðurinn styrkti fyrsta áfanga. aðstoð OS er þeim mun mikilvægari nú, þar sem Vinnumálastofnun hefur svipt verkefnisstjóra bótum í refsingarskyni fyrir vinnu hans að gagnlegri nýsköpun. Nánar er frá því greint hér í fyrri frétt. Því er ekki unnt að tilgreina vinnuframlag verkefnisstjóra sem mótframlag við styrk Tækniþróunarsjóðs, eins og þá var gert. Enginn áhugi virðist vera hjá stjórnvöldum að bæta úr þessum annmarka, eða veita Vinnumálastofnun það aðhald sem hún þarfnast.