Framkvæmdastjóri Valorku tók nýlega við viðurkenningu frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Fjórir aðilar hlutu styrki að þessu sinni, og fyrir utan Valorku voru það Marsýn ehf; Klappir ehf og hugbúnaður til greiningar síldarstofna. Styrkur Íslandsbanka til Valorku er 2 milljónir króna og mun koma að góðum notum í þróun íslenskrar sjávarorkutækni. Íslandsbanki sýnir með þessu mikla framsýni og vilja til endurreisnar atvinnulífs og verðmætasköpunar þjóðarinnar. Þannig hugsun mætti vera uppi á borðum hjá fleiri stofnunum í fjármálaþjónustu, en um svipað leyti barst synjun á stuðningi frá Landsbankanum, og hann hafði áður hafnað boði um að verða sérstakur bakhjarl þessa einstaka framfaraverkefnis. Sá banki hefur verið viðskiptabanki Valorku frá upphafi en að sjálfsögðu ber ávallt að beina viðskiptum þangað sem skilningur og framtíðarsýn er mest.
Íslandsbanka er þökkuð þessi einstaka framsýni og stuðningur við uppbyggingu íslenskrar verðmætasköpunar.