Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og fræðimaður heimsótti Valorku seinnipart oktobers ásamt kvkmyndagerðarmanninum Valdimar Leifssyni. Erindið var að taka upp efni til sýningar í vísindaþáttum Sjónvarpsins, sem Ari Trausti hefur séð um síðastliðna vetur við miklar vinsældir. Í upphafi var ætlunin að taka einnig upp prófanirnar í Hornafirði, en það náðist ekki á þeim stutta tíma sem þær stóðu sl haust. Valdimar kynnti þróunarsögu hverfilsins í stuttu máli; stöðu verkefnisins og hvað líklega væri framundan. Einnig voru hugleiddir þeir möguleikar sem nú eru að opnast á sviði sjávarorku, ekki síst með tiilkomu þessarar íslensku tækni. Ari Trausti var áhugasamur um verkefnið og margs var spurt á báða bóga, enda hafa fáir betri yfirsýn í heimi íslenskra vísinda en Ari Trausti.
Þessir þættir Ara Trausta og Valdimars fyrir Sjónvarpið, og með aðkomu fjölmargra aðila á sviði nýsnköpunar, eru lofsvert framtak. Gjarnan mætti vera meira um það að fjölmiðlar fjölluðu um hugvit og nýsköpun, þó ekki væri nema til að hvetja til framtaks í þeim efnum.